Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. maí 2016 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjö ára strákur sækir um stjórastarf í Skotlandi
Inverness urðu bikarmeistarar í Skotlandi á síðasta ári
Inverness urðu bikarmeistarar í Skotlandi á síðasta ári
Mynd: Nordic Photos
Sjö ára strákur frá Skotlandi dó ekki ráðalaus þegar Inverness ákvað að reka þjálfarann sinn á dögunum.

Strákurinn ákvað að senda formanni félagsins handskrifað bréf þar sem hann sækir um sem stjóri liðsins. Hann segist í bréfinu meðal annars getað talað við skólastjórann sinn um að fá að fara snemma úr skólanum fyrir mikilvægi leiki.

„Ég er viss um að það verði ekki vandamál svo lengi sem leikmennirnir leggi sitt af mörkum og hjálpi mér við heimavinnuna," stóð meðal annars í bréfinu sem strákurinn sendi.

Inverness birti bréfið á heimasíðu sinni, en strákurinn segir í því að hann hafi sótt nokkur knattspyrnunámskeið og að hann spili með skólaliðinu sínu.

Hann nefnir þá líka að hann vilji fá Richie Foran, leikmann Inverness sem hefur verið orðaður við stöðu þjálfara hjá liðinu, sem aðstoðarþjálfara sinn.

Afar skemmtilegt þetta, en bréfið frá stráknum má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner