fim 26. maí 2016 16:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sky: Mourinho búinn að skrifa undir hjá Man Utd
Mourinho er að taka við Man. Utd
Mourinho er að taka við Man. Utd
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er búinn að skrifa undir hjá Manchester United, en Sky greindi frá þessu rétt áðan.

Beðið er eftir staðfestingu frá Man. Utd, en fastlega er búist við því að hún komi inn seinna í dag.

Mourinho hefur verið í viðræðum við Ed Woodward, framkvæmdarstjóra United, og hefur nú samkomulag náðst samkvæmt Sky.

Louis van Gaal var rekinn frá United þrátt fyrir bikarsigur um síðustu helgi, en snemma var það ljóst að Mourinho myndi taka við.

Mourinho skartar mögnuðum ferli sem knattspyrnustjóri, en hann var síðast við stjórnvölin hjá Chelsea. Þaðan var hann látinn fara í desember, en þar áður hafði hann stjórnað liðum á borð við Porto, Inter og Real Madrid með frábærum árangri.

Uppfært 18:45: Samkvæmt frétt BBC verður Mourinho ekki tilkynntur hjá United í dag. Það mun hins vegar gerast á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner