Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 26. maí 2016 08:00
Arnar Geir Halldórsson
Thiago ekki á förum frá Bayern
Thiago fagnar marki
Thiago fagnar marki
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Thiago Alcantara hefur bundið enda á sögusagnir þess efnis að hann sé á leið frá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen.

Thiago hefur verið sterklega orðaður við Man City að undanförnu eða allt frá þeim degi sem tilkynnt var að Pep Guardiola myndi taka við stjórnartaumunum hjá enska liðinu.

Eðlilega fóru þessar sögusagnir af stað því Thiago fylgdi Guardiola frá Barcelona til Bayern á sínum tíma.

Þessi 25 ára gamli miðjumaður hefur þó áður sagt að hann hafi ekki hug á að yfirgefa þýska stórveldið þó Guardiola sé á förum en hann gerði nýjan fjögurra ára samning við félagið síðastliðið haust.

Hann setti inn kveðju á Twitter síðu sína í gærkvöldi þar sem hann gaf sterklega til kynna að hann verður enn leikmaður Bayern á næstu leiktíð.



Athugasemdir
banner
banner
banner