fim 26. maí 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Willian og Higuain til Man Utd?
Powerade
Willian er orðaður við Manchester United.
Willian er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Griezmann er orðaður við Chelsea.
Griezmann er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Skoðum sjóðheitt slúður úr ensku blöðunum í dag.



Jose Mourinho, verðandi stjóri Manchester United, vill fá Willian frá Chelsea á 60 milljónir punda. (Sun)

Zlatan Ibrahimovic vill fara til Manchester United en hann vill fá 11,3 milljónir punda á tímabili frá félaginu. (Guardian)

Mourinho vill líka fá Gonzalo Higuain, framherja Napoli, til Manchester United. (Daily Star)

United hefur átt í viðræðum við Roma um að kaupa varnarmanninn Kostas Manolas á 30,3 milljónir punda. (Sky Sports Italia)

Arsenal þarf að borga 38 milljónir punda ef félagið ætlar að fá Alvaro Morata frá Juventus. (The Sun)

Mesut Özil hefur ákveðið að fresta samningaviðræðum sínum við Arsenal í annað skipti en hann vill ekkert ræða samningamál fyrr en eftir EM í sumar. (Times)

Antoine Griezmann gæti farið frá Atletico Madrid í sumar en umboðsmaður hans segir að leikmaðurinn hafi úr nokkrum tilboðum að velja. (Daily Mail)

Chelsea er í bílstjórasætinu í baráttunni um Griezmann. (Daily Mirror)

Arsenal, Manchester City, Manchester United, Juventus og Inter hafa áhuga á að fá Javier Mascherano frá Barcelona. (Daily Express)

West Ham hefur keypt Domingos Quina, 16 ára gamlan portúgalskan framherja, en Chelsea og Arsenal höfðu einnig sýnt honum áhuga. (London Evening Standard)

PSG vill fá N'Golo Kante frá Leicester en leikmaðurinn vill sjálfur vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. (Daily Mail)

Claudio Ranieri vill fá Nampalys Mendy frá Nice á tólf milljónir punda til að fylla skarð Kante ef hann fer. (Daily Mirror)

Leicester hefur boðið 23 milljónir punda í Ahmed Musa, framherja CSKA Moskvu. (Guardian)

Liverpool, Manchester City og Manchester United eru að berjast um Reece Oxford, varnarmann West Ham. Þessi 17 ára gamli leikmaður kostar tíu miljónir punda. (Daily Mirror)

Umboðsmaður Martin Skrtel segir 90% líkur á að leikmaðurinn fari frá Liverpool í sumar. (Daily Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner