Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 26. maí 2017 15:25
Magnús Már Einarsson
Assou-Ekotto vill gerast klámstjarna
Benoit Assou-Ekotto er ólíkindatól.
Benoit Assou-Ekotto er ólíkindatól.
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Birmingham, er að reyna að fá vinstri bakvörðinn Benoit Assou-Ekotto í sínar raðir frá Metz í Frakklandi. Redknapp þekkir hinn 33 ára gamla Assou-Ekotto vel frá því hjá Tottenham á sínum tíma.

Vandamálið er að Assou-Ekotto hefur sjálfur hug á að gerast klámstjarna og óvíst er hvort hann haldi áfram í fótboltanum.

„Eina vandamálið er að hann vill verða klámstjarna. Kannski get ég náð einu tímabili í viðbót hjá honum áður en hann fer út í það," sagði Redknapp.

„Þvílíkur leikmaður. Hann gæti vel endað í búningi Birmingham á næsta tímabili."

Assou-Ekotto er ólíkindatól en hann hefur vakið athygli fyrir ýmis ummæli á ferli sínum, skrautlegar hárgreiðslur og fleira. Sjálfur hefur hann lítinn áhuga á fótbolta og segist einungis vera í fótbolta af peningalegum ástæðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner