Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 26. maí 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Best í 6. umferð: Minnkaði við mig í vinnu til að æfa
Berglind skorar gegn KR.
Berglind skorar gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var mjög ánægð með frammistöðu okkar í leiknum. Af þessum 6 leikjum sem við höfum spilað í sumar þá var þetta okkar besti leikur. Við byrjuðum með látum og settum tóninn strax með því að skora á fyrstu mínútunni," segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður 6. umferðar í Pepsi-deild kvenna.

Berglind skoraði þrennu gegn KR í 6-0 sigri í fyrrakvöld. Hún segir að þessi stóri sigur hafi komið sér á óvart. „Já hann gerði það. KR er með gott lið og alltaf þegar þessi tvö lið mætast þá er hörku leikur. En við áttum allar stórleik á móti þeim, og hefðum í rauninni getað skorað fleiri mörk."

Berglind er komin með fimm mörk í fyrstu sex umferðunum og hún er því á ágætis leið til að ná markmiðujm sínum. „Ég setti mér markmið fyrir mót. Ég skoraði 12 mörk í fyrra, og markmiðið er að skora fleiri mörk í ár," sagði Berglind sem er ánægð með byrjun sumarsins.

„Ég er frekar sátt með byrjunina en leikurinn á móti Þór/KA situr samt ennþá svolítið í manni. Það var smá strögl hjá okkur í byrjun móts og við áttum svoldið erfitt með að koma boltanum í netið, en við erum vonandi komnar á skrið núna."

Berglind er í landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Írlandi og Brasilíu. Mikil barátta er um sæti í hópnum og byrjunarliðinu fyrir EM í júlí og Berglind segir að það efli sig í baráttunni.

„Algjörlega. Þetta ár er virkilega spennandi, bæði í deildinni og hjá landsliðinu. Við erum búnar að æfa vel í allan vetur og ég t.d. minnkaði við mig í vinnu svo ég gæti æft meira. Það vilja allar stelpurnar í deildinni komast á EM og það heldur manni á tánum."

Breiðablik er þremur stigum á eftir Þór/KA og einu stigi á eftir Stjörnunni þegar sex umferðum er lokið.

„Hver leikur núna er úrslitaleikur og það getur allt gerst. Eins og staðan er núna þá er þetta barátta á milli Breiðabliks, Þór/KA og Stjörnunnar en svo fylgja ÍBV og Valur þar á eftir. Ég held að þetta verði mjög dramatískt í september," sagði Berglind að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna í sumar fær pizzuveislu frá Domino's. „Ætli ég fái mér ekki Domino's surprise," sagði Berglind aðspurð um það hvað hún myndi fá sér á Domino´s.

SJá einnig:
Leikmaður 5. umferðar - Rut Kristjánsdóttir (ÍBV)
Leikmaður 4. umferðar - Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 2. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 1. umferðar - Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner