Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   fös 26. maí 2017 21:52
Kristófer Kristjánsson
Brynjar: Ákvað að taka þetta alla leið og skora sigurmark
Brynjar Kristmundsson átti frábæra innkomu í liði Fram í dag
Brynjar Kristmundsson átti frábæra innkomu í liði Fram í dag
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Brynjar Kristmundsson átti magnaða innkomu í liði Fram gegn ÍR í Inkasso-deildinni í dag er hann spilaði sinn fyrsta leik í sumar í dramatískum 2-1 sigri Framara.

Jónatan Hrjóbartsson hafði komið ÍR yfir á 63. mínútu áður en Ivan Bubalo jafnaði metin á 82. mínútu en það var svo Brynjar sem skoraði sigurmarkið með nánast síðustu spyrnu leiksins, rétt eftir að hann kom inn á.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 ÍR

„Ætli þetta hafi ekki verið rúm mínúta sem ég var inn á. Hann [Ásmundur, þjálfari] bað um stoðsendingu frá mér en ég ákvað að taka þetta bara alla leið og skora sigurmarkið," sagði Brynjar kátur í viðtali eftir leikinn.

Framarar eru með átta stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar og sitja í 2. sæti deildarinnar og Brynjar segir að liðið vilji vinna alla heimaleikina sína.

„Við erum á heimavelli og við viljum vinna alla leikina hér, ekki bara gegn ÍR heldur gegn öllum liðum og halda lífinu í toppbaráttunni."

„Við byrjuðum leikinn vel, ógnuðum mikið og svo róast seinni hálfleikurinn og þeir eiga góðan kafla þar sem þeir komast yfir. Við erum oft að byrja leiki illa en á meðan við erum ekki að tapa leikjum, það væri samt gaman að fá fleiri þrjú stig."

Brynjar var að spila sína fyrstu mínútu í sumar en hann var á láni hjá Gróttu í fyrra. Aðspurður hvort hann eigi ekki að byrja næsta leik eftir þessa innkomu sagði hann: „Maður vill alltaf byrja en ég hef beðið þolinmóður eftir mínu tækifæri og vonandi fara þau að vera fleiri."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner