Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 26. maí 2017 08:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
David Luiz: Ég tók á mig launalækkun þegar ég kom aftur
Luiz ætlar ekki að missa af úrslitaleiknum
Luiz ætlar ekki að missa af úrslitaleiknum
Mynd: Getty Images
David Luiz, varnarmaður Englandsmeistara Chelsea segir að það hafi verið þess virði að taka á sig launalækkun er hann gekk aftur til liðs við Chelsea.

Brasilíumaðurinn var keyptur til frönsku risanna PSG árið 2014 á 50 milljónir punda.

„Ég tók á mig launalækkun þegar ég kom hingað aftur, en það er í lagi. Guð hefur gefið mér svo mikið þannig ég er ánægður með þetta," sagði Luiz.

„Mér líkar ekki alltaf við auðvelda lífið. Það er ástæðan fyrir því að ég tók áhættuna og ég er ánægður. Þetta var rétt ákvörðun. Ég elska áhættur. Ef þú tekur ekki áhættur í lífinu muntu ekki prófa eitthvað nýtt."

Luiz án efa í liði Chelsea er það mætir Arsenal í úrslitum enska bikarsins á laugardag. Luiz var í liði Chelsea er liðið varð síðast bikarmeistari árið 2012 en lék þá ekki úrslitaleikinn vegna meiðsla.

„Ég vil ekki missa af þessum. Ég vil spila og ég vil gera mitt besta fyrir liðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner