Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 26. maí 2017 09:55
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári útilokar ekki að spila á Indlandi
Eiður í góðum gír á EM í fyrra.
Eiður í góðum gír á EM í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen segir að hann myndi íhuga að spila í indversku Ofurdeildinni. Eiður segir að skórnir séu ekki komnir upp í hilluna en hann hefur verið frá vegna ökklameiðsla í eitt ár.

Eiður var í íslenska landsliðshópnum sem náði fræknum árangri á EM í fyrra en eftir mótið samdi hann við Pune City á Indlandi. Meiðslin komu þó í veg fyrir að hann gæti leikið keppnisleik fyrir liðið.

„Ég myndi ekki útiloka það, ég hef ekki enn lagt skóna formlega á hilluna," sagði Eiður við Sky Sports þegar hann var spurður að því hvort mögulegt væri að hann færi til Indlands.

„Ég hef verið atvinnumaður í 23 ár núna og hef notið því að fá frí síðustu mánuði en ég held öllu opnu. Það voru mikil vonbrigði að geta ekki spilað undanfarið ár, þetta hefur verið ný áskorun fyrir mig. Eitthvað öðruvísi."

„Ég varð fyrir meiðslunum eftir undirbúningstímabilið með Pune og æfingaleiki. Ég bjóst ekki við því að meiðslin væru þetta alvarleg en það kom í ljós eftir skoðun," sagði Eiður við Sky en hann verður 39 ára í september.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner