Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 26. maí 2017 13:21
Magnús Már Einarsson
EM hópurinn tilkynntur 22. júní
Freyr tilkynnir hópinn 22. júní.
Freyr tilkynnir hópinn 22. júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnir 23 manna hópinn fyrir EM í Hollandi þann 22. júní næstkomandi. Hópurinn kemur saman 3. júlí og hefur þá æfingar fyrir fyrsta leik sem fer fram 18. júlí.

Freyr tilkynnir í dag hópinn fyrir vináttuleikina gegn Írlandi og Brasilíu þann 8 og 13. júní. Leikurinn gegn Brasilíu á Laugardalsvelli er lokaleikur Íslands fyrir EM.

„Í dag eru 53 dagar í EM. Við eigum 15 æfingar eftir til að draga kanínu upp úr hattinum," sagði Freyr léttur í bragði á fréttamannafundi í dag.

Leikir Íslands á EM
18.júlí Frakkland - Ísland
22.júlí Ísland - Sviss
26.júlí Ísland - Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner