fös 26. maí 2017 13:18
Magnús Már Einarsson
EM torgið snýr aftur í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir leikir Íslands á EM kvenna í Hollandi verða sýndir í beinni útsendingu á risaskjá á Ingólfstorgi.


KSÍ og bakhjarlar sambandsins í samvinnu við Reykjavíkurborg standa að framkvæmd EM Torgsins.

Sama umgjörð verður á EM torginu og í fyrrasumar þegar íslenska landsliðið sló í gegn á EM í Frakklandi.

„Þetta er copy frá því á EM í Frakklandi," sagði Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ. „Torgið verður flutt á annan og stærri stað ef ástæða þykir til."

Leikir Íslands á EM
18.júlí Frakkland - Ísland
22.júlí Ísland - Sviss
26.júlí Ísland - Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner