Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 26. maí 2017 05:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
England um helgina - Nær Chelsea tvennunni?
Englandsmeistarar Chelsea geta náð tvennunni um helgina
Englandsmeistarar Chelsea geta náð tvennunni um helgina
Mynd: Getty Images
Síðasti leikur tímabilsins í enska boltanum fer fram um helgina og er það enginn smá leikur!

Lundúnarliðin Arsenal og Chelsea mætast þá í úrslitaleik enska bikarsins.

Chelsea unnu ensku úrvalsdeildinna á nýafstöðnu tímabili en Arsenal lenti í 5. sæti deildarinnar og rétt misstu af Meistaradeildarsæti.

Liðin eru mikil bikarlið en á þessari öld hafa liðin unnið bikarinn alls 10 sinnum, þar sem liðin skipta þessu bróðurlega á milli sín, með fimm titla hvor.

Arsenal er sigursælasta lið ensku bikarkeppninnar ásamt Manchester United en bæði lið hafa unnið keppnina 12 sinnum. Chelsea hefur unnið bikarinn 7 sinnum.

Á leið sinni í úrslitaleikinn vann Arsenal liðin Preston, Southampton, Sutton, Lincoln og Manchester City.

Chelsea vann hins vegar Peterborough, Brentford, Wolves, Manchester United og Tottenham.

Laugardagur 27. maí
16:30 Arsenal - Chelsea (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner