Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 26. maí 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Gæti orðið erfitt fyrir Liverpool að landa Keita
Keita (til hægri) í baráttunni.
Keita (til hægri) í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Liverpool gæti þurft að greiða yfir 50 milljónir punda til að fá miðjumanninn Naby Keita frá RB Leipzig í sumar.

Hinn 22 ára gamli Keita skoraði átta mörk í 29 leikjum þegar Leipzig kom á óvart á nýliðnu tímabili með því að blanda sér í titilbaráttuna í Þýskalandi.

Liverpool hefur sýnt Keita áhuga en Leipzig hefur ekki áhuga á að selja hann.

„Við höfum ákveðið að selja engan úr byrjunarliði okkar," sagði Oliver Mintzlaff, framkvæmdastjóri Leipzig.

Sky segir að Leipzig muni ekki líta við tilboðum undir 50 milljónir punda í Keita.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner