Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 26. maí 2017 09:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Haldin bikarkeppni til þess að mæta Everton
Everton ætlar til Afríku í sumar
Everton ætlar til Afríku í sumar
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton mun ferðast til Afríkulandsins Tansaníu í sumar og spila þar æfingaleik í júlí. Everton verður þar með fyrsta úrvalsdeildarfélagið til þess að spila í Tansaníu.

Það verður engin smá veisla í Tansaníu í aðdraganda leiksins en ekki er vitað hvaða liði Everton mun mæta, því haldin verður bikarkeppni og fær sigurvegarinn þann heiður á að spila við Everton.

Spilað verður átta liða bikarkeppni og munu þau fjögur lið sem enda í efstu sætunum í efstu deildinni í Keníu taka þátt, sem og fjögur efstu liðin í efstu deild Tansaníu.

Leikið verður með útsláttarfyrirkomulagi og fær sigurliðið að mæta Everton á National Main vellinum í Tansaníu en völlurinn tekur 60.000 manns.

Leikurinn í Tansaníu verður tveimur vikum fyrir fyrsta leik Everton á næsta tímabili en þá mun liðið leika í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar
Athugasemdir
banner
banner