Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 26. maí 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Manninger frá Liverpool yfir í byggingariðnaðinn
Alex Manninger.
Alex Manninger.
Mynd: Getty Images
Markvöðurinn reyndi Alex Manninger hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna.

Hinn 39 ára gamli Manninger samdi óvænt við Liverpool í fyrrasumar en hann var þriðji markvörður þar á nýliðnu tímabili.

Manninger, sem er frá Austurríki, er þekktastur fyrir dvöl sína hjá Arsenal 1997 til 2002 en eftir það kom hann víða við.

Manninger lék meðal annars með Juventus, Fiorentina, Siena og Augsburg á löngum ferli sínum.

Hann ætlar nú að flytja heim til Austurríkis þar sem hann stefnir á að fara í byggingariðnaðinn. Manninger var byrjaður að starfa í byggingariðnaðinum í Austurríki áður en hann gerðist atvinnumaður í fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner