Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 26. maí 2017 08:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Neitaði Barcelona til þess að fara til Real Madrid
Nýjasti leikmaður Real Madrid neitaði Barcelona
Nýjasti leikmaður Real Madrid neitaði Barcelona
Mynd: GettyImages
Umboðsmaður nýjasta leikmanns Real Madrid, Vinicius Jr. segir að hann hafi neitað samningi hjá erkifjendum Real Madrid, Barcelona, þrátt fyrir að Barcelona hafi boðið meiri pening í Brasilíumanninn unga.

Vinicius er sagður hafa litist betur á framtíðina hjá Real Madrid heldur en að elta peningana til Barcelona.

Vinicius lék með Flamengo í efstu deildinni í Brasilíu en hann er aðeins 16 ára gamall. Hann skrifaði undir nýjan samning við Flamengo í maí en í honum var klásúla upp á 45 milljónir evra og ákvað Real Madrid að virkja hana.

Vinicius samdi við Real Madrid til 2022 en mun ekki verða formlega kynntur sem leikmaður liðsins fyrr en í júlí árið 2018 þar sem hann mun leika áfram með Flamengo á lánssamningi.

Vinicius er sagður vera ákaflega efnilegur og er honum líkt við Neymar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner