Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 26. maí 2017 07:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ronaldo verður með í Álfukeppninni
Ronaldo mun vera með í Álfukeppninni
Ronaldo mun vera með í Álfukeppninni
Mynd: Getty Images
Besti leikmaður heims, Cristiano Ronaldo verður með í Álfukeppninni sem hefst þann 17. júní en landsliðshópur Portúgals var valinn í gær.

Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgal valdi 24 manna landsliðshóp fyrir æfingaleik gegn Kýpur, leik í undankeppni HM gegn Lettlandi og Álfukeppnina og verður Cristiano Ronaldo með, en enginn Renato Sanches og Eder.

Sanches náði ekki að standa undir væntingum á sínu fyrsta tímabili með Bayern Munchen og byrjaði aðeins sex leiki. Hann mun þess í stað spila með Portúgal í Evrópukeppni undir 21 árs landsliða í Póllandi í sumar. Eder skoraði sigurmark Portúgal gegn Frakklandi í úrslitaleik Evrópumótsins í fyrrasumar sem gaf þeim þátttökurétt í Álfukeppninni var ekki heldur valinn í hópinn.

Portúgal er í A-riðli í Álfukeppninni og er með gestgjöfum í Rússlandi, Norður-Ameríkumeisturum Mexíkó og Eyjaálfumeisturum Nýja Sjálandi í riðli.

Í B-riðli verða Heimsmeistarar Þýskalands, Afríkumeistarar Kamerún, Suður-Ameríkumeistarar Síle og Asíumeistarar Ástralía
Athugasemdir
banner
banner
banner