Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 26. maí 2017 14:15
Magnús Már Einarsson
Sampaoli tekur við Argentínu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Argentínska knattspyrnusambandið hefur náð samkomulagi við Sevilla um að fá Jorge Sampaoli sem landsliðsþjálfara.

Sampaoli, sem er fyrrum landsliðsþjálfari Síle, stýrði Sevilla í fjórða sæti í La Liga á nýliðnu tímabili og í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Allir aðilar eru sáttir með samkomulagið," sagði í yfirlýsingu frá Sevilla í dag.

Hinn 57 ára gamli Sampaoli tekur við Argentínu af Edgardo Bauza sem var rekinn í síðasta máńuði eftir einungis átta leiki í starfi.

Argentína er í basli í undankeppni HM og alls ekki með öruggt sæti í mótinu á Rússlandi á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner