Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 26. maí 2017 05:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Spánn um helgina - Bjargar Barcelona tímabilinu?
Nær Barcelona í 29. bikarmeistaratitilinn sinn?
Nær Barcelona í 29. bikarmeistaratitilinn sinn?
Mynd: Getty Images
Barcelona mætir Alaves í spænska konungsbikarnum á morgun og á Barcelona því möguleika á að bjarga tímabilinu og ná í einn titil á tímabilinu eftir að hafa misst af spænska meistaratitlinum og Meistaradeild Evrópu.

Barcelona endaði í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Real Madrid en Alaves sigldi lygnan sjó um miðja deild og endaði í 9. sæti.

Mikill munur er á gengi liðanna í spænska konungsbikarnum. Barcelona er sigursælasta lið í sögu keppninnar með 28 titla og eru ríkjandi bikarmeistarar á meðan Alaves er að spila í fyrsta sinn til úrslita.

Á leið sinni í úrslitaleikinn vann Barcelona lið Hércules, Athletic Bilbao, Real Sociedad og Atletico Madrid.

Alaves fór í gegnum Gimnastic, Deportivo La Coruna, Alcorcon og Celta Vigo.

Laugardagur 27. maí
19:30 Barcelona - Alaves
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner