Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 26. maí 2017 05:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Þýskaland um helgina - Dortmund leikur til úrslita
Dortmund getur unnið sinn fjórða titil
Dortmund getur unnið sinn fjórða titil
Mynd: Getty Images
Síðasti leikur tímabilsins í Þýskalandi fer um helgina er Frankfurt og Dortmund mætast í bikarúrslitum.

Dortmund náði þriðja sæti þýsku deildarinnar í lokaumferðinni og fer því beint í riðlakeppni Meistaradeildinnar á næsta tímabili.

Frankfurt endaði hins vegar í 11. sæti deildarinnar og getur með sigri í úrslitaleiknum fengið sæti í Evrópudeildinni.

Dortmund vann síðast bikarinn árið 2012 og hefur alls þrisvar sinnum unnið bikarinn. Frankfurt hefur hins vegar unnið bikarinn fjórum sinnum en síðasti titillinn kom árið 1988.

Frankfurt vann Magdeburg, Ingolstadt, Hannover, Arminia Bielefeld og Borussia M'gladbach á leið sinni í úrslitaleikinn.

Á leið sinni í úrslitaleikinn vann Dortmund liðin Trier, Union Berlin, Hertha Berlin, Lotte og Þýskalandsmeistara Bayern Munchen.

Laugardagur 27. maí
18:00 Frankfurt - Dortmund
Athugasemdir
banner
banner
banner