Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 26. maí 2018 16:37
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Völsungur á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Völsungur er á toppi 2. deildarinnar eftir 2-1 sigur gegn Fjarðabyggð á útivelli.

Aðalsteinn Jóhann Friðriksson gerði fyrsta mark Húsvíkinga snemma leiks og jafnaði Aleksandar Stojkovic fyrir heimamenn á 70. mínútu. Tveimur mínútum síðar gerði Guðmundur Óli Steingrímsson sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Grótta lenti þá ekki í vandræðum er Leiknir F. kom í heimsókn og Víðir lagði botnlið Tindastóls að velli með þremur mörkum gegn einu.

Grótta er með sex stig eftir fjórar umferðir á meðan Leiknir og Víðir eru með fjögur stig. Stólarnir eru stigalausir.

Grótta 3 - 0 Leiknir F.
1-0 Sölvi Björnsson
2-0 Sölvi Björnsson
3-0 Sindri Már Frðriksson

Fjarðabyggð 1 - 2 Völsungur
0-1 Aðalsteinn Jóhann Friðriksson ('2)
1-1 Aleksandar Stojkovic ('70)
1-2 Guðmundur Óli Steingrímsson ('72, víti)

Tindastóll 1 - 3 Víðir
1-0 Stefan Antonio Lamanna ('2)
1-1 Tonci Radovnikovic ('23)
1-2 Andri Gíslason ('45)
1-3 Fannar Orri Sævarsson ('66)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner