Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. maí 2018 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bale: Verð að spila í hverri einustu viku
Bale byrjaði á bekknum í kvöld, en kom inn á og var maður leiksins.
Bale byrjaði á bekknum í kvöld, en kom inn á og var maður leiksins.
Mynd: Getty Images
Bale skoraði ótrúlegt mark í kvöld.
Bale skoraði ótrúlegt mark í kvöld.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale reyndist hetjan þegar Real Madrid vann Meistaradeildina þriðja árið í röð í kvöld.

Bale byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og breytti leiknum. Þremur mínútur eftir að hann kom inn á hafði hann skorað eitt flottasta mark í sögu Meistaradeildarinnar.

Smelltu hér til að sjá markið.

Bale gerði út um leikinn síðan með öðru marki sínu og þriðja marki Madrídinga. Lokatölur urðu 3-1.

Bale var maður leiksins í kvöld en hann byrjaði á bekknum, eins og hann hefur oft þurft að gera á þessari leiktíð. „Auðvitað var mjög vonsvikinn að byrja ekki leikinn. Mér fannst ég eiga það skilið, en þjálfarinn velur," sagði Bale eftir leikinn.

„Þetta hlýtur að vera besta mark sem skorað hefur verið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar," sagði Bale jafnframt.

Er Bale á förum?
Walesverjinn hefur verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildinni, þar sem hann lék með Tottenham áður en hann fór til Real Madrid. Aðspurður um framtíð sína sagði hann:

„Ég þarf að spila í hverri einustu viku, það hefur ekki verið þannig á þessu tímabili. Ég þarf að sitjast niður með umboðsmanninum í sumar og taka stöðuna."

Ljóst er að mörg lið renna hýru auga til Bale, sérstaklega eftir frammistöðu hans í kvöld.

Sjá einnig:
Einkunnir Real Madrid og Liverpool: Bale hetjan
Athugasemdir
banner
banner
banner