Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. maí 2018 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Bale og Can á bekknum
Frá æfingu Liverpool í gær.
Frá æfingu Liverpool í gær.
Mynd: Getty Images
Hægt er að finna marga stuðningsmenn Liverpool hér á landi sem munu fylgjast stressaðir og spenntir með er liðið leikur í sínum fyrsta úrslitaleik í Meistaradeildinni frá árinu 2007. Liðið vann síðast árið 2005 eftir magnaðan úrslitaleik við AC Milan.

Ekki er víst að úrslitaleikurinn í kvöld verði eins eftirminnilegur, en hann hefur efnivið í það. Liðin tvö sem eru að mætast, Real Madrid og Liverpool, eru bæði frábær sóknarlega og það verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn í Kænugarði spilast.

Leikurinn hefst 18:45 og það er búið að tilkynna byrjunarliðin.

Hjá Liverpool er fátt sem kemur á óvart, eiginlega ekki neitt. James Milner er kominn aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa misst af síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni, en Milner er stoðsendingakóngur Meistaradeildarinnar í vetur. Hann byrjar á miðjunni með Jordan Henderson og Giorginio Wijnaldum.

Emre Can og Adam Lallana eru á bekknum hjá Liverpool.

Hjá Real Madrid er Dani Carvajal klár í slaginn. Isco byrjar og Gareth Bale er á bekknum.

Hér að neðan má sjá byrjunarliðin. Veislan byrjar 18:45!

Byrjunarlið Real Madrid: Navas, Carvajal, Ramos, Varane, Marcelo, Kroos, Casemiro, Modric, Isco, Ronaldo, Benzema.
(Varamenn: Casilla, Nacho, Theo, Lucas Vazquez, Bale, Asensio, Kovacic)

Byrjunarlið Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robertson, Henderson, Milner, Wijnaldum, Salah, Mane, Firmino.
(Varamenn: Mignolet, Clyne, Klavan, Moreno, Lallana, Can, Solanke)



Athugasemdir
banner
banner
banner