Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 26. maí 2018 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er Ronaldo á förum frá Real Madrid?
Ronaldo er búinn að vinna fimm Meistaradeildartitla.
Ronaldo er búinn að vinna fimm Meistaradeildartitla.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo fagnaði sínum fimmta Meistaradeildartitli í kvöld er Real Madrid sigraði Liverpool í úrslitaleik í Kænugarði.

Magnaður árangur hjá Ronaldo, en hann lét ansi athyglisverð ummæli falla eftir leikinn í kvöld.

„Á næstu dögum verður framtíð mín komin á hreint. Það er búið að vera mjög gaman að spila fyrir Real Madrid," á Ronaldo að hafa sagt í sjónvarpsviðtali.

Það er Dermot Corrigan hjá ESPN sem greinir frá þessu á Twitter.

Ronaldo verður 34 ára á næsta ári. Hann hefur verið hjá Real Madrid frá 2009 og unnið allt sem hægt er að vinna hjá félaginu. Það er spurning hvað tekur við hjá honum ef hann fer frá Madríd, hvort hann fari til Kína eða Bandaríkjanna eða haldi áfram í Evrópu? Hann lék með Manchester United áður en hann fór til Real.



Athugasemdir
banner
banner
banner