Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 26. maí 2018 17:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunni Borg: Maður finnur fyrir vanlíðan
Fyrsti sigurinn hjá Selfossi
Gunnar Borgþórsson.
Gunnar Borgþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög glaður með fyrsta sigurinn okkar," sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, eftir sigur á Magna í Inkasso-deildinni þennan laugardaginn. Þetta var fyrsti sigur leiktíðarinnar hjá Selfyssingum eins og Gunnar nefnir.

Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Magni

Selfoss leiddi frá 54. mínútu áður en Magni jafnaði þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Fjörið var hins vegar ekki búið þá því Ingi Rafn Ingibergsson gerði sigurmarkið þegar 89 mínútur voru búnar af leiknum.

„Við vorum mjög sterkir varnarlega og það er grunnurinn að þessu. Við sýnum mikinn karakter og vinnum þennan leik. Við áttum það fyllilega skilið að mínu mati."

„Maður var pirraður (þegar þeir jöfnuðu), við fengum það í andlitið eftir góða spilamennsku. En ég er gríðarlega ánægður með liðið og karakterinn. Það ætluðu allir að vinna þennan leik."

Selfyssingar hafa verið nokkuð gagnrýnir fyrir spilamennsku sína í byrjun móts.

Aðspurður að því hvort hann hafi verið farinn að finna fyrir pressu segir Gunnar:

„Nei, ég get ekki sagt það, maður finnur fyrir vanlíðan, ég er í þessu til að vinna. Ég er fyrsti maðurinn til að stíga frá eða finna einhvern til að hjálpa mér ef það gengur illa hjá klúbbnum. Ég er mjög bjartsýnn á framhaldið."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner