banner
   lau 26. maí 2018 16:12
Ívan Guðjón Baldursson
Hærri upphæð í húfi fyrir Villa en Liverpool
Mynd: Getty Images
Það fara tveir úrslitaleikir fram í knattspyrnuheiminum í dag. Sá fyrri var að hefjast á Wembley þar sem Aston Villa mætir Fulham í slag um síðasta lausa sæti ensku úrvalsdeildarinnar á næsta tímabili.

Sá síðari fer fram í Kænugarði þar sem Liverpool mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar klukkan 18:45. Báðir leikir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport.

Það er til mikils að vinna í báðum leikjunum, en ef rýnt er í tölurnar er ljóst að sigurvegari umspilsleiksins græðir hærri peningaupphæð heldur en sigurvegari Meistaradeildarinnar.

Sigurvegari Meistaradeildarinnar fær 76.5 milljónir punda en liðið sem endar í öðru sæti fær 73.4 milljónir.

Sigurvegari umspilsins tryggir sér 93.5 milljónir í sjónvarpstekjur í úrvalsdeildinni auk ýmissa aukagreiðslna. Upphæðin gæti farið upp í 167.9 milljónir punda.

Aðrar tekjur, eins og auglýsingatekjur sem gætu aukist við að sigra umspilið eða Meistaradeildina, eru ekki taldar með.
Athugasemdir
banner
banner