banner
   lau 26. maí 2018 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson: Vinnum sem lið og töpum sem lið
Henderson faðmar Karius eftir leik.
Henderson faðmar Karius eftir leik.
Mynd: Getty Images
Sviðsljósið er á Lorius Karius, markverði Liverpool, eftir 3-1 tap liðsins gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Karius gerði tvö skelfileg mistök sem kostuðu mörk.

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, mætti í viðtal eftir leik þar sem hann kom þýska markverðinum til varnar.

„Ég er ekki alveg viss hvað gerðist í fyrsta markinu, hann gat ekkert gert við hjólhestaspyrnunni og þriðja markið, boltinn hreyfðist mikið í loftinu," sagði Henderson.

„Við erum ekki að hugsa um mistökin sem Loris Karius gerði, við komumst í úrsitaleikinn sem lið og töpum sem lið."

„Við vorum ekki nægilega góðir í kvöld, en ég er svo stoltur af leikmönnunum og stuðningsmönnunum. Vonandi getum við haldið áfram og komist í fleiri úrslitaleiki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner