Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 26. maí 2018 22:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp um Ramos og Salah: Leit mjög illa út
Klopp svekktur í leikslok.
Klopp svekktur í leikslok.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að meiðsli Mohamed Salah hafi haft mikil áhrif á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Liverpool tapaði þar fyrir Real Madrid.

„Þetta leit mjög illa út," sagði Klopp er hann talaði um það þegar Salah fór meiddur af velli eftir baráttu við Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid. „Þetta var sjokk fyrir liðið, Real tók strax völdin á vellinum."

Sjá einnig:
Meiðsli Salah eru alvarleg

„Við fórum aftar á völlinn og við náðum ekki að klukka Luka Modric og Toni Kroos. Við þurftum að hlaupa og vinna. Við gerðum það og síðan kom hálfleikur. Hvað get ég sagt um mörkin? Við skoruðum eitt, þeir skoruðu þrjú."

Loris Karius, markvörður Liverpool, gerði tvö hræðileg mistök í kvöld sem kostuðu Liverpool mörk.

„Hann veit að hann gerði mistök, allir vita það. Það er synd í leik sem þessum, á tímabili sem þessu. Ég finn til með honum, hann er frábær drengur."

„Seinni mistök urðu til vegna fyrri mistakanna."

„Hjólhestaspyrna Gareth Bale var ótrúleg. Strákarnir reyndu sitt besta, en handritið var ekki það besta fyrir okkur."
Athugasemdir
banner