Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 26. maí 2018 23:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Augnablikið þegar Salah meiddist
Ramos krækti í Salah og togaði hann niður í jörðina.
Ramos krækti í Salah og togaði hann niður í jörðina.
Mynd: Getty Images
Fátt er umtalaðara í kvöld en meiðsli Mohamed Salah gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Salah þurfti að fara af velli eftir rétt rúmar 30 mínútur, eftir að hafa lent saman við Sergio Ramos, fyrirliði Real.

Ramos fékk skítkastið yfir sig á Twitter eftir atvikið.

„Þetta leit mjög illa út," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, um atvikið eftir leikinn, en það er satt að orði komist hjá þeim þýska. Þetta leit illa út. Ramos krækti í Egyptann og togaði hann niður í jörðina. Salah lá sárþjáður eftir og gat ekki haldið áfram.

Þetta var áfall fyrir Liverpool enda hefur Salah verið langbesti leikmaður liðsins á tímabilinu.

Talað er um að meiðsli Salah séu alvarleg, en það á eftir að koma betur ljós með það.

Vísir.is hefur birt myndband af atvikinu. Það má sjá með því að smella hér
Athugasemdir
banner
banner
banner