Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 26. maí 2018 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ramos er hörkunagli og honum er alveg sama"
Ramos kvaddi Salah áður en hann fór af velli.
Ramos kvaddi Salah áður en hann fór af velli.
Mynd: Getty Images
Besti leikmaður í ensku úrvalsdeildarinnar í vetur, Mohamed Salah, er farinn meiddur af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool og Real Madrid eigast við í úrsitaleiknum.

Salah fór meiddur af velli eftir að hafa orðið fyrir Sergio Ramos. Salah meiddist á öxl og gat ekki haldið áfram.

„Hann gerir allt sem hann getur til að velta sér ofan á hann aftur þegar hann lendir. Ramos er hörkunagli og honum er alveg sama hvort þetta sé leiðin til að stoppa Salah eða ekki," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, sérfræðingur Stöð 2 Sport, í hálfleik.

„Hann lét hann finna fyrir því sem er sorglegt fyrir leikinn."

Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, er með Jóhannes Karli í settinu á Stöð 2 Sport. Um atvikið sagði hann:

„Hann gerir það sem til þarf. Hann er óheiðarlegur leikmaður, en ég veit ekki hvort það sé ásetningur í þessu. Hann hefur verið þekktur fyrir annað eins."

Leikurinn er enn markalaus. Hægt er að fylgjast með í úrslitaþjónustu á forsíðu, en leikurinn er einnig sýndur á Stöð 2 Sport.

Sjá einnig:
Twitter - Ógeðslegur Sergio Ramos
Athugasemdir
banner
banner