Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. maí 2018 16:59
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Gummi Tóta lagði upp í Íslendingaslag
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
AIK 3 - 3 Norrköping
1-0 K. Olsson ('28)
2-0 A. Yasin ('38)
2-1 A. Johansson ('54)
2-2 F. Dagerstal ('62)
2-3 D. Karlsson ('68)
3-3 R. Lindkvist ('79)

Guðmundur Þórarinsson var eini Íslendingurinn sem byrjaði í fjörugum leik milli AIK og Norrköping í sænska boltanum í dag.

Heimamenn í AIK byrjuðu leikinn betur og komust í 2-0 í fyrri hálfleik en hálfleiksræðan hefur eitthvað hrist upp í gestunum því þeir stjórnuðu síðari hálfleiknum og minnkuðu muninn skömmu eftir leikhlé.

Haukur Heiðar Hauksson kom inn á 57. mínútu í liði heimamanna en gestirnir jöfnuðu leikinn nokkrum mínútum síðar, skömmu áður en hinn bráðefnilegi Arnór Sigurðsson kom inná í liði gestanna. Alfons Sampsted sat á bekknum.

Guðmundur lék allan leikinn á vinstri kantinum og lagði þriðja mark gestanna upp fyrir David Moberg Karlsson. Heimamenn náðu að jafna tíu mínútum síðar og skemmtilegt sex marka jafntefli niðurstaðan.

Aðeins eitt stig skilur liðin að í toppbaráttunni. AIK er í öðru sæti og Norrköping í því þriðja, með leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner