Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. maí 2018 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zidane: Þetta lið er stórkostlegt
Ekki enn verið sleginn úr Meistaradeildinni
Zidane í góðu skapi.
Zidane í góðu skapi.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, var ansi glaður í bragði þegar rætt var við hann eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Real sigraði Liverpool 3-1 í úrslitaleiknum og er nú búið að vinna Meistaradeildina í þrjú ár í röð.

Zidane tók við Madrídingum árið 2016 af Rafa Benitez. Hann hefur aldrei verið sleginn út úr Meistaradeildinni sem þjálfari. Það er mögnuð staðreynd.

„Þetta er frábær tilfinning. Að vinna Meistaradeildina þrisvar með þessu félagi, þetta lið er stórkostlegt. Við erum eiginlega ekki búnir að átta okkur á því sem við höfum afrekað," sagði Zidane í samtali við BT Sport eftir leikinn í kvöld.

„Við ætlum að njóta augnabliksins. Þetta er búið að vera flókið tímabil, að enda það svona gleður okkur mjög."

Gareth Bale skoraði magnað mark í kvöld, eitt það besta í sögu Meistaradeildarinnar. Zidane á líka eitt besta mark í sögu Meistaradeildarinnar, með Real Madrid í úrslitaleiknum gegn Bayer Leverkusen árið 2002.

Hvort markið var betra?

„Þetta eru ekki svipuð mörk," sagði Zidane og bætti við að markið hjá Bale hefði verið stórkostlegt.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Bale.

Hér að neðan er svo markið hjá Zidane.


Athugasemdir
banner
banner
banner