fös 26. júní 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Eigandi West Ham: Höfðum ekki efni á Messi og Ronaldo
Dimitri Payet.
Dimitri Payet.
Mynd: Getty Images
David Sullivan, annar af eigendum West Ham, segir að West Ham sé að fá heimsklassa leikmann í Dimitri Payet.

Payet er kominn til West Ham frá Marseille en þessi 28 ára gamli leikmaður kostaði yfir tíu milljónir punda.

„Ef hann væri 22 ára þá myndi hann kosta yfir 30 milljónir punda en hann er ennþá á besta aldri," sagði Sullivan.

„Slaven (Bilic, stjóri West Ham) var með hann númer eitt á sínum lista af þeim leikmönnum sem við höfðum efni á. Því miður vor Ronaldo og Messi of dýrir fyrir okkur í augnablikinu."

Enginn leikmaður hefur lagt upp fleiri mörk en Payet í stærstu deildum Evrópu undanfarin sex tímabil en stuðningsmenn West Ham bíða spenntir eftir að sjá hann á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner