fös 26. júní 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Mikilvægur leikur á Fylkisvelli
Fylkismenn byrjuðu Íslandsmótið vel en hafa nú ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum sínum.
Fylkismenn byrjuðu Íslandsmótið vel en hafa nú ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir fær Víking í heimsókn í Pepsi-deild karla í dag og eru sjö aðrir leikir á dagskrá í neðri deildum karla- og kvennaboltans.

Tveir leikir eru á dagskrá í 1. deild kvenna og þá eru aðrir tveir leikir á dagskrá í 2. deild og 3. deild og einn leikur í 4. deildinni.

Fylkir og Víkingur eru í neðri hluta Pepsi-deildarinnar og getur sigur í kvöld fleytt öðru hvoru liðinu fyrir ofan Íslandsmeistara Stjörnunnar og í sjötta sætið, en tap gæti leitt til þess að annað hvort liðið fer niður í tíunda sæti.

Á eftir birtum við upphitunarviðtöl við leikmenn úr liðunum og þá mun Ejub Purisevic spá í tíundu umferð deildarinnar.

Pepsi-deild karla
19:15 Fylkir-Víkingur R. (Fylkisvöllur)

1. deild kvenna A-riðill
18:00 HK/Víkingur-Haukar (Víkingsvöllur)

1. deild kvenna C-riðill
20:00 Hamrarnir-Höttur (KA-völlur)

2. deild
19:00 Sindri-Afturelding (Sindravellir)
20:00 KV-Njarðvík (KR-völlur)

3. deild
19:00 Víðir-Magni (Nesfisk-völlurinn)
20:00 Berserkir-Einherji (Víkingsvöllur)

4. deild A-riðill
17:00 Máni-Stokkseyri (Mánavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner