Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 26. júní 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Joey Barton: Ómögulegt fyrir England að búa til góð landslið
Joey Barton í baráttu við Gylfa Þór Sigurðsson.
Joey Barton í baráttu við Gylfa Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Mikil óánægja er á Englandi eftir slakt gengi U21 árs landsliðsins á EM. Englendingar eru úr leik en nokkrir sterkir leikmenn gáfu ekki kost á sér í liðið.

Joey Barton, miðjumaður QPR, hefur látið þessa leikmenn og enskan fótbolta heyra það.

Barton vill meina að enska knattspyrnusambandið eigi ekki að leyfa leikmönnum að spila með A-landsliðinu ef þeir neita að gefa kost á sér á stórmót með U21 árs landsliðinu.

„Enskur fótbolti er rotinn frá toppi til botns. Það er vandamál að enska úrvalsdeildin er sterkari en knattspyrnusambandið. Það er ómögulegt fyrir England að búa til góð landslið," sagði Barton einnig.

„Þegar sumir leikmenn koma nálægt toppnum segja þeir 'ég er of góður fyrir U21 árs landsliðið því ég hef verið í A-landsliðinu. Ég þarf ekki að fara á þetta mót því að ég vil fá hvíld."
Athugasemdir
banner
banner
banner