Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. júní 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Manchester liðin berjast við Real um Otamendi
Powerade
Nicolas Otamendi er eftirsóttur.
Nicolas Otamendi er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Pedro gæti verið á leið í enska boltann.
Pedro gæti verið á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
De Gea er dýr.
De Gea er dýr.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakinn er spikfeitur á þessum glimrandi föstudegi.



Manchester United er að kaupa Morgan Schneiderlin miðjumann Southampton á 24 milljónir punda. Það þýðir að Bastian Schweinsteiger kemur ekki til félagsins. (Daily Star)

Real Madrid hefur hafnað 35 milljóna punda tilboði frá Manchester United í Sergio Ramos. United íhugar nú að koma með nýtt tilboð í Ramos. (Daily Mail)

Real hefur áhuga á að fá Nicolas Otamendi varnarmann Valencia ef að Ramos fer. (Marca)

Manchester City og Manchester United hafa líka áhuga á Otamendi. (Daily Mirror)

Paulinho, miðjumaður Tottenham, er á leið til Guangzhou Evergrande í Kína á 17 miljónir punda. (Evening Standard)

Watford vill líka fá Paulinho. Félaginu býðst einnig að fá Davide Santon og Zdravko Kuzmanoviv frá Inter á sjö milljónir punda. (Evening Standard)

Nicolas Gaitan, leikmaður Benfica, hefur náð samkomulagi við Manchester United. (Metro)

Manchester United ætlar ekki að selja David De Gea til Real Madrid nema félagið geri hann að dýrasta markverði í sögunni. Gianluigi Buffon á metið en það er 33 milljónir punda. (Manchester Evening News)

De Gea hefur sett húsið sitt í Manchester á sölu. Húsið er meðal annars með bíósal og gufubaði en það kostar 2,75 milljónir punda. (Altrincham Today)

Paul Pogba er nálægt því að ganga í raðir Manchester City á 60 milljónir punda. (Sun)

Liverpool og Manchester City hafa áhuga á Pedro leikmanni Barcelona. Hann gæti farið frá félaginu á 18 milljónir punda. (Mundo Deportivo)

Liverpool hefur ennþá áhuga á Christian Benteke framherja Aston Villa. Liverpool vill hins vegar að Villa lækki verðmiðann úr 32,5 milljónum punda. (Times)

Lionel Messi vill að Barcelona kaupi Angel Di Maria frá Manchester United. (Sun)

Di Maria ætlar að berjast fyrir sæti sínu hjá Manchester United. (Espress)

West Ham er að ná samningum við Alex Song miðjumann Barcelona. Song var í láni hjá West Ham á síðasta tímabili. (Daily Telegraph)

Manchester City er að kaupa framherjann Enes Unal frá Bursaspor á 500 þúsund pund en hann er 18 ára gamall. (Sun)

Tottenham vonast til að krækja í varnarmanninn Toby Alderweireld frá Atletico Madrid. Toby var í láni hjá Southampton á síðasta tímabili. (Daily Telegraph)

Sunderland ætlar að reyna að kaupa Sebastian Coates varnarmann Liverpool á 4 milljónir punda. (Newcastle Chronicle)

Lazio hefur sannfært Ravel Morrison um að leika áfram með liðinu á næsta tímabili þrátt fyrir áhuga frá QPR. (Talksport)

Remy Cabella vill ekki yfirgefa Newcastle en hann hefur verið orðaður við Marseille. (Newcastle Chronicle)

Borussia Dortmund ætlar ekki að selja Pierre-Emerick Aubameyang en orðrómur er um að Arsenal vilji fá hann á 30 milljónir punda. (Daily Star)

Chelsea hefur samþykkt þriggja milljóna punda tilboð frá Fiorentina í Mohamed Salah. Kantmaðurinn var í láni hjá Fiorentina síðari hlutann á síðasta tímabili en Chelsea keypti hann á ellefu milljónir punda í fyrra. (Daily Express)

Crystal Palace vill fá Ashley Williams varnarmann Swansea í sínar raðir. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner