Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 26. júní 2015 08:30
Elvar Geir Magnússon
Tómas Joð: Skemmtilegt að fá leik á föstudagskvöldi
Munu taka vel á móti Óla Þórðar
Tómas Joð og liðsfélagi hans, Ragnar Bragi Sveinsson.
Tómas Joð og liðsfélagi hans, Ragnar Bragi Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Þetta verður fjörugur leikur, mörg fín tilþrif og leikmenn verða flestir vel greiddir," segir Tómas Joð Þorsteinsson um leik kvöldsins en Fylkir mætir Víkingi í hörkuleik í Lautinni klukkan 19:15.

„Ég er gríðarlega spenntur fyrir leiknum í kvöld, skemmtilegt að fá deildarleik á föstudagskvöldi og ég er sannfærður um að Árbæingar muni fjölmenna á Fylkisvöllinn. Leikurinn er að sjálfsögðu mjög mikilvægur fyrir bæði lið, við þurfum að fara hala inn stigum."

Bæði þessi lið hafa ekki staðið undir væntingum í sumar en Fylkismenn gerðu 1-1 jafntefli við Leikni í Breiðholtinu í síðustu umferð. Tómas segir að þau úrslit hafi verið vonbrigði miðað við gang leiksins.

„Mjög svo, okkar stigasöfnun hefur ekki verið í takt við spilamennsku okkar í sumar og þessi leikur var enn eitt dæmi um það. Okkur fannst við eiga skilið öll stigin en hefðum þurft að nýta færin betur, ásamt því að hafa einbeitinguna í lagi á ögurstundu í lok leiksins."

Þegar hann er spurður út í hvað hefur vantað upp á hjá Fylki í sumar er svarið einfaldlega: „Nýta færin betur, simple as that."

Ásgeir Börkur Ásgeirsson tekur út leikbann í kvöld.

„Það væri klárlega betra að hafa hann með en við erum með þokkalega breidd," segir Tómas sem er að fara að mæta sínum fyrrum þjálfara, Ólafi Þórðarsyni. Það er því við hæfi að spyrja hvort það sé ekki viss stemning að spila og vera með Óla Þórðar öskrandi á hliðarlínunni?

„Hann er nú alltaf öskrandi hvort sem það er á hliðarlínunni eða annarstaðar, en jújú það er alltaf gott að hafa litríka karaktera í boltanum, við munum taka vel á móti Óla enda allir þakklátir með það góða starf sem hann hefur unnið fyrir Fylki." segir Tómas.

Leikur Fylkis og Víkings í Pepsi-deildinni hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner