Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 26. júní 2015 12:30
Magnús Már Einarsson
Wayne Rooney: Getum barist um titilinn
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, framherji Manchester United, telur að liðið geti barist um enska meistaratitilinn á nýjan leik á næsta tímabili.

Manchester United endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili eftir að hafa misst af Meistaradeildarsæti tímabilið 2013/2014 undir stjórn David Moyes.

„Ég hef trú á að við getum farið langt á næsta tímabili og við verðum ekki langt frá því að berjast um sigur í deildinni," sagði Rooney.

„Ef þú horfir á 10 til 11 fyrstu leikina þá vorum við einungis með 13 stig en síðan enduðum við vel og það sýnir að við getum verið í baráttunni ef við náum betri byrjun."

„Við vorum með yfirburði gegn flestum liðum en nýttum ekki færin til að vinna þessa leiki. Það hefði verið önnur saga ef við hefðum gert það."

„Það mikilvægasta er að hópurinn, þar á meðal stjórinn og ég sjálfur, höfum trú að við erum nálægt því að berjast um titilinn."

„Með nokkrum kaupum í sumar þá eigum við góða möguleika. Það væri gott að vinna eins marga titla og hægt er. Félag eins og Manchester United á að vinna titla og vonandi getum við gert það á næsta tímabili."

Athugasemdir
banner
banner
banner