Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júní 2016 16:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. deild kvenna: Fjarðab/Höttur/Leiknir vann Völsung
Stelpurnar úr Völsungi þurftu að lúta í lægra haldi í dag
Stelpurnar úr Völsungi þurftu að lúta í lægra haldi í dag
Mynd: 640.is - Hafþór
C riðill
Fjarðab/Höttur/Leiknir 3 - 1 Völsungur

1-0 Markaskorara vantar (´6 )
2-0 Natalía Gunnlaugsdóttir (´24 )
3-0 Halldóra Birta Sigfúsdóttir (´84 )
3-1 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (´86 )

Eina leik dagsins í 1. deild kvenna er lokið, en í honum áttust Fjarðab/Höttur/Leiknir og Völsungur við.

Liðin leika í C-riðli 1. deildar kvenna, fyrir leikinn voru liðin í tveimur neðstu sætum riðilsins og því um fallbaráttuslag að ræða.

Fjarðab/Höttur/Leiknir reyndist sterkari aðilinn í leiknum. Þær komust yfir eftir sex mínútur og Natalía Gunnlaugsdóttir bætti svo við öðru marki á 24. mínútu.

Staðan var 2-0 í hálfleik. Á 84. mínútu kom þriðja mark Fjarðab/Hattar/Leiknis þegar Halldóra Birta Sigfúsdóttir skoraði, en stuttu eftir það minnkaði Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir muninn.

Lokatölur 3-1 í þessum leik og er Fjarðab/Höttur/Leiknir komnar með fjögur stig á meðan Völsungur er enn án stiga á botninum.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner