sun 26. júní 2016 15:29
Magnús Már Einarsson
Aron: Maður vill spila á móti bestu þjóðunum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson segjast vera í góðu standi fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM á morgun.

„Þetta er frábær leikur. Þetta er eitthvað sem manni dreymir um þegar maður er lítill, að fá lið eins og England í 16-liða úrslitum á EM," sagði Gylfi.

„Líkamlegt ástand er mjög gott. Við fengum tvo aukadaga til að jafna okkur eftir síðasta leik og það var gríðarlega mikilvægt. Þó að við hefðum spilað eftir þrjá daga þá hefðu allir verið klárir í þennan bardaga. Það er komin smá spenningur í hópinn og við verðum pottþétt klárir á morgun."

Aron hefur verið að glíma við meiðsli á mótinu en hann segist vera heill heilsu.

„Ég er líkamlega heill. Austurríkisleikurinn tók á en það var extra sætt að ná sigri í lokin og fá auka tvo daga í endurhæfingu. Maður vill spila á móti bestu þjóðunum til að sjá hvar maður stendur gegn þessum köllum og ég tel að það sé kjörið tækifæri til þess á morgun," sagði Aron.
Athugasemdir
banner
banner