sun 26. júní 2016 09:15
Þórður Már Sigfússon
Diego Jóhannesson til Deportivo La Coruna?
Diego Jóhannesson.
Diego Jóhannesson.
Mynd: Getty Images
Diego Jóhannesson, leikmaður Real Oviedo og íslenska landsliðsins, er undir smásjánni hjá La Liga liði Deportivo La Coruna samkvæmt spænska íþróttablaðinu Marca.

Hægri bakvörðurinn sem spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland gegn Bandaríkjunum í byrjun ársins, vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í spænsku B-deildinni á síðasta keppnistímabili og er ljóst að það mun reynast Oviedo erfitt að halda honum.

Marca fullyrðir að forráðamenn La Coruna hafi þegar haft samband við kollega sína hjá Oviedo auk umboðsmanna leikmannsins.

Deportivo er fornfrægt félag en liðið varð í fyrsta og eina skiptið Spánarmeistari tímabilið 1999 - 2000 auk þess sem félagið hefur unnið spænska bikarinn tvisvar sinnum.

Félagið lenti í 15. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta keppnistímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner