Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 26. júní 2016 17:51
Arnar Geir Halldórsson
EM: Heimsmeistararnir ekki í vandræðum með Slóvakíu
Jerome Boateng opnaði leikinn með laglegu marki
Jerome Boateng opnaði leikinn með laglegu marki
Mynd: Getty Images
Varnarmenn Slóvakíu áttu í miklum vandræðum með Mario Gomez
Varnarmenn Slóvakíu áttu í miklum vandræðum með Mario Gomez
Mynd: Getty Images
Þýskaland 3 - 0 Slóvakía
1-0 Jerome Boateng ('8 )
1-0 Mesut Ozil ('14 , Misnotað víti)
2-0 Mario Gomez ('43 )
3-0 Julian Draxler ('63 )

Heimsmeistarar Þýskalands eru komnir í 8-liða úrslit á EM eftir nokkuð þægilegan sigur á Slóvakíu á Stade Pierre-Mauroy í dag.

Þjóðverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og á 8.mínútu kom Jerome Boateng þeim yfir þegar hann var klár í frákast eftir hornspyrnu og smellhitti knöttinn en boltinn fór af varnarmanni Slóvaka og í netið.

Skömmu síðar gerðist Martin Skrtel brotlegur innan vítateigs þegar hann ýtti Mario Gomez. Mesut Özil tók vítaspyrnuna en Matus Kozacik sá við honum og staðan enn 1-0.

Gomez sá hinsvegar til þess að Þjóðverjar færu með tveggja marka forystu í leikhlé því hann skoraði skömmu áður en fyrri hálfleik lauk eftir góðan undirbúning Julian Draxler.

Draxler sá svo sjálfur um það að gera út um leikinn þegar hann skoraði laglegt mark eftir rúmlega klukkutíma leik en hann var þá réttur maður á réttum stað á fjærstönginni og þrumaði boltanum í netið eftir að Mats Hummels hafði skallað boltann.

Þjóðverjar munu mæta sigurvegaranum úr leik Ítalíu og Spánar í 8-liða úrslitum en þau tvö stórveldi leiða saman hesta sína í 16-liða úrslitunum á morgun.












Athugasemdir
banner
banner
banner