banner
   sun 26. júní 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM í dag - Ná Írar fram hefndum gegn Frökkum?
Ungverjaland - Belgía í opinni dagsskrá
Frakkland mætir Írum, en liðin mættust einmitt í eftirminnilegum leik fyrir sjö árum
Frakkland mætir Írum, en liðin mættust einmitt í eftirminnilegum leik fyrir sjö árum
Mynd: Getty Images
Í gær voru það Pólland, Wales og Portúgal sem tryggði sig áfram á EM í Frakklandi, en hvaða lið munu gera það í dag?

Ef litið er yfir leiki dagsins þá sér maður kannski svona fyrir fram að annað liðið er sterkara á pappírnum fræga, en í fótbolta getur allt gerst.

Fyrsti leikur dagsins er leikur heimamanna frá Frakklandi og Írlands, en hver man ekki eftir leiknum fræga árið 2009 þegar Thierry Henry slökkti á vonum Íra með hendi sinni. Þetta var leikur í umspili um sæti á HM í Suður-Afríku og þetta mark tryggði Frökkum inn á HM, þar sem þeim reyndar gekk alveg skelfilega. Áhugavert verður sjá hvað gerist í dag og hvort Írar nái fram hefndum frá leiknum fræga hér um árið.

Stuttu eftir að þeim leik lýkur hefst leikur heimsmeistara Þjóðverja og Slóvaka. Þetta verður áhugaverð barátta, en Þjóðverjar hafa átt í erfiðleikum með að skora á þessu móti, en á meðan hafa Slóvaka varist vel og því spurning hvort við fáum enn eina framlenginguna.

Hvernig lokaleikur dagsins spilast út verður mjög spennandi að sjá. Þetta er leikur Ungverja og Belga, en gengi beggja lið hefur komið svona smá á óvart og hvað þá helst hvernig Ungverjar hafa spilað. Þeir unnu riðilinn sem við Íslendingar vorum í, en á meðan enduðu Belgar í 2. sæti í sínum riðli.

Leikir dagsins á EM 2016:
16-liða úrslit

13:00 Frakkland - Írland (Síminn Sport)
16:00 Þýskaland - Slóvakía (Síminn Sport)
19:00 Ungverjaland - Belgía (Sjónvarp Símans - Opin dagsskrá)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner