Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. júní 2016 14:26
Magnús Már Einarsson
Nice
Gylfi: Reynsla Eiðs gæti nýst mjög vel á komandi árum
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, greindi frá því á fréttamannafundi í gær að Eiður Smári Guðjohnsen komi mögulega inn í þjálfarateymi íslenska landsliðsins eftir EM.

Heimir tekur einn við íslenska landsliðinu eftir EM en þá mun Lars Lagerback hætta störfum.

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru spurðir að því á fréttamannafundi í dag hvernig þeim myndi lítast á að fá Eið inn í þjálfarateymið.

„Hann er maður með reynslu og hefur margt upp á að bjóða. Hann er kannski með aðeins öðruvísi reynslu á fótboltanum. Ég held að það kæmi til með að ganga upp. Hann er karakter sem smitar út frá sér og það hjálpar alltaf. Þetta er undir Eiði komið, hvort hann taki í þetta eða ekki, sagði Aron.

Gylfa líst einnig vel á það að fá Eið inn í þjálfarateymið ef það verður niðurstaðan.

„Það væri frábært fyrir landsliðið og íslenskan fótbolta ef hann myndi vera áfram í kringum hópinn. Hans reynsla er frábær fyrir okkur núna. Á komandi árum gæti hun nýst mjög vel."

„Það er undir honum komið hvort hann hafi áhuga eða ekki. Við vitum að hann elskar fótbolta og vonandi verður hann eitthvað í krignum landsliðið í framtíðinni."


Sjá einnig:
Eiður Smári gæti komið inn í þjálfarateymi Íslands
Athugasemdir
banner
banner
banner