sun 26. júní 2016 15:13
Magnús Már Einarsson
Nice
Gylfi: Þetta var yndislegt augnablik
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst er þetta mjög mikilvægur leikur fyrir liðið og þjóðina," sagði Gylfi Þór Sigurðsson á fréttamananfundi í dag, aðspurður út í leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM á morgun.

Enskur blaðamaður spurði Gylfa að því hvort hann sé að gefa leikmönnum íslenska liðsins ráð um andstæðingana þar sem hann þekkir þá úr ensku úrvalsdeildinni.

„Ég er nokkuð viss um að flestir strákarnir þekkja strákana í ensku liðinu. Ég er ekki að gefa þeim ráð um hvernig á að spila. Þjálfararnir fara yfir leikina þeirra og sýna okkur þá. Okkur hlakkar til. Þetta verður mjög spennandi leikur og vonandi eigum við eftir að njóta hans."

Gylfi var einnig spurður út í sigurmarkið gegn Austurríki í síðustu viku.

„Þetta var ótrúleg tilfinning. Þetta var smá létttur því að við vorum svo nálægt sigri í öðrum leiknum áður en við klúðruðum því nánast. Það var mikilll léttir að ná þessum þremur stigum gegn Austurríki og komast í 16-liða úrslitum."

„Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni að fagna sigurmarki fyrir framan stuðningsmenn þína þegar voru 2-3 sekúndur eftir. Þetta er eitthvað sem þig dreymir um og þetta var yndislegt augnablik,"
sagði Gylfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner