sun 26. júní 2016 14:17
Magnús Már Einarsson
Heimir: Öllum líst vel á nýjan forseta
Icelandair
Aron Einar er með alla einbeitingu á leiknum
Aron Einar er með alla einbeitingu á leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
„Við kusum allir og ég held að okkur lítist öllum vel á nýjan forseta," sagði Heimir Hallgrímsson

Heimir var á fréttamannafundi í dag fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitum á morgun ásamt þeim Lars Lagerback, Aroni Einari Gunnarssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni. Þar voru þeir spurðir út í nýjan forseta, Guðna Th. Jóhannesson.

Aron vildi skiljanlega lítið vera að spá í forsetavalinu enda öll einbeiting á stærsta fótboltaleik Íslandssögunnar á morgun.

„Ég kaus. Ég ætla ekki að gefa upp hvern ég kaus en nýi forsetinn lítur vel út. Við erum ekki að fara að ræða það nuna. Við erum að tala um fótbolta og það er virkilega stór leikur núna. Það er það sem við erum að einbeita okkur að á augnablikinu," sagði Aron.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner