Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júní 2016 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hemmi Hreiðars: Reynið bara að stöðva mig að fara til Nice!
Icelandair
Hermann verður í Nice á morgun
Hermann verður í Nice á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis og fyrrum landsliðsmaður, ætlar að vera í Nice annað kvöld og fylgjast með leik Englands og Íslands þrátt fyrir að lið hans Fylkir eigi leik í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn.

Um þetta og meira skrifar Hermann um í pistli hjá Daily Mail fyrir leikinn mikilvæga annað kvöld

„Ég var ekki búinn að plana það að vera í Frakklandi vegna þess að starfið mitt núna er að þjálfa Fylki í efstu deild. En reynið bara að stoppa mig að fara til Nice núna!" segir Hermann í pistli sínum.

„Við eigum að spila leik á þriðjudaginn - hér er tímabilið spilað á sumrin - og bæði lið eru í þessum skrifuðu orðum að gera allt til þess að leiknum verði frestað svo við getum bæst í hóp rúmlega 30.000 landa okkar og séð þetta ævintýri með berum augum."

Hermann tjáir sig líka um ummæli Cristiano Ronaldo í pistli sínum, en hann var ekki hrifinn af þeim.

„Að Cristiano Ronaldo skuli tala um að þetta lið væri með hugsunarhátt þess litla eftir jafntefli - það var bara hroki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner