Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. júní 2016 10:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hodgson: Innköst Arons vopn fyrir Ísland
Icelandair
Hodgson hefur áhyggjur af löngu innköstunum hjá Aroni Einari
Hodgson hefur áhyggjur af löngu innköstunum hjá Aroni Einari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, segir að löngu innköstin frá Aroni Einari Gunnarssyni séu mikið vopn fyrir Ísland.

Leikur Englands og Íslands í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi fer fram í Nice annað kvöld og Hodgson hefur áhyggjur af löngu innköstunum hjá Aronii.

„Þú verður að vera hálfblindur til að skilja það ekki að (Aron Einar) Gunnarsson er vopn í þeirra höndum," sagði Hodgson.

„Hann kast­ar ekki aðeins inn á víta­teig­inn, hann tek­ur líka inn­köst í eig­in horni og reyn­ir að kasta bolt­an­um upp að miðju vall­ar­ins. Svo þetta er það sem við þurf­um að vara okk­ur á og munum undirbúa okkur fyrir."

Ísland skoraði eftir innkast gegn Austurríki og Hodgson segir að menn verði að vinna heimavinnuna sína ef ekki á illa að fara.

„Ef við vinnum ekki heimavinnuna okkar almennilega og erum ekki rétt staðsettir og vinnum ekki einvígin í teignum, þá munu innköstin vera stórt tækifæri fyrir þá til að skora aftur."

„Ég vil halda það að við séum und­ir allt bún­ir í raun­inni, þegar kem­ur að and­stæðing­um okk­ar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner