sun 26. júní 2016 18:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Nice
Líklegt byrjunarlið Englands gegn Íslandi
Svona er líklegt byrjunarlið Englands gegn Íslandi.
Svona er líklegt byrjunarlið Englands gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joe Hart byrjar í markinu
Joe Hart byrjar í markinu
Mynd: Getty Images
Rooney er fyrirliði leiksins.
Rooney er fyrirliði leiksins.
Mynd: Getty Images
Mikilvægt verður að stoppa Harry Kane.
Mikilvægt verður að stoppa Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Dele Alli er stórhættulegur
Dele Alli er stórhættulegur
Mynd: Getty Images
Ísland mætir Englandi á morgun í 16 liða úrslitum EM í Frakklandi.

Leikurinn hefst kl 19:00 og er um að ræða einn allra stærsta leik í sögu íþrótta á Íslandi.

Hér að neðan mmá sjá líklegt byrjunarlið Englands í leiknum.

Joe Hart - 65 landsleikir
Spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir átta árum og er augljós kostur sem aðalmarkmaður Englands. Hann var ekki með á HM 2010 en hefur síðan þá verið fyrsti kostur í markið hjá Englandi. Gríðarlega góður markmaður á sínum degi.

Kyle Walker - 20 landsleikir - 0 mörk
Var valinn í lið mótsins á EM U-21 árs liða árið 2011 og spilaði hann sinn fyrsta A-landsleik gegn Spáni, síðar það ár. Hann missti af EM 2012 vegna meiðsla í tá en hann hefur spilað mikið með landsliðinu síðan þá og hefur spilað vel með Tottenham.

Gary Cahill - 49 landsleikir - 3 mörk
Varafyrirliði liðsins og hefur spilað nokkra leiki sem fyrirliði í fjarveru Wayne Rooney. Hann missti af EM 2012 þar sem hann kjálkabrotnaði í vináttuleik gegn Belgíu stuttu áður. Var ekki alltaf fyrsti kostur í miðvarðarstöðunni hjá Chelsea á síðustu leiktíð.

Chris Smalling - 31 landsleikur - 1 mark
Í miklu uppahaldi hjá Roy Hodgson. Þeir unnu saman hjá Fulham og er hann einn af fyrstu mönnunum í byrjunarliðið. Hefur spilað vel með Manchester United og hefur haldið því áfram með landsliðinu. Spilaði bara einn leik á HM í Brasilíu en margt hefur breyst síðan þá.

Danny Rose - 8 landsleikir 0 mörk
Rose hefur spilað relglulega með landsliðinu en hann átti frábæra leiktíð með Tottenham og er orðinn fyrsti kostur í vinstri bakvarðar stöðuna. Snöggur og góður sóknarbakvörður sem mætti þó bæta fyrirgjafirnar.

Erik Dier 13 landsleikir - 3 mörk
Einn af mörgum sem spiluðu vel með Tottenham á leiktíðinni og eru þess vegna í hópnum. Hann flutti ungur til Portúgals þar sem hann var hjá Sporting. Byrjaði sem miðvörður, fór síðan í hægri bakvörðinn en spilar núna sem djúpur miðjumaður og hefur aldrei verið betri.

Dele Alli - 14 landsleikir - 1 mark
Spilaði sinn fyrsta landsleik síðasta haust og hefur ekki litið til baka síðan. Hann er mikilvægur hlekkur á miðju liðsins en hann getur bæði spilað framarlega á miðjunni sem og á kantinum. Enn einn leikmaðurinn hjá Tottenham.

Wayne Rooney - 117 landsleikir - 52 mörk
Markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 52 mörk. Spilaði á sínu fyrsta stórmóti árið 2004. Það hefur hins vegar gengið illa hjá honum á stórmóti síðan þá. Hann hefur annað hvort spilað illa, ekki verið í formi eða verið rekinn útaf. Þetta gæti hugsanlega verið hans síðasta stórmót.

Adam Lallana - 29 landsleikir - 0 mörk
Sniðugur leikmaður sem er yfirleitt á kantinum í þriggja manna sókn eða sem miðjumaður þegar England spilar með demanta miðju. Hefur ekki ennþá skorað mark fyrir landsliðið en Hodgson er hrifinn af honum þar sem hann getur verið mjög skapandi.

Daniel Sturridge - 22 landsleikir - 6 mörk
Spilaði með Bretum á Ólympíuleikunum árið 2012 og spilaði með öllum yngri landsliðum áður en hann spilaði sinn fyrsta leik undir Fabio Capello. Var með betri sóknarmönnum liðsins á HM 2014 og er lykilmaður í liðinu þegar hann er heill, sem er því miður ekki nógu oft.

Harry Kane - 18 landsleikir - 5 mörk
Skoraði eftir 80 sekúdnur í sínum fyrsta landsleik gegn Litháen í undankeppninni í mars. Augljósasti kosturinn sem fremsti maður eftir frábærar leiktíðir með Tottenham síðustu tvö ár. Hefði getað spilað fyrir Írland þar sem pabbi hans er þaðan.

Aðrir sem koma til greina: Jamie Vardy gæti komið inn en eins og allir vita, skoraði hann afar grimmt fyrir Englandsmeistara Leicester á síðustu leiktíð. Raheem Stering gæti hugsanlega verið með en hann byrjaði í fyrsta leik á móti Rússum. Spilaði ekki vel þar en gæti hugsanlega komið inn gegn Íslandi. Jack Wilshere er svo annar kostur en þrátt fyrir að hafa spilað lítið með Arsenal síðustu ár og átt lélegan leik á móti Slóvökum í síðasta leik þá er hann í miklu uppáhaldi hjá Hodgson.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner