sun 26. júní 2016 22:40
Arnar Geir Halldórsson
Löw: Erum ekki hræddir við Spán og Ítalíu
Óhræddur
Óhræddur
Mynd: Getty Images
Joachim Löw, þjálfari Þýskalands, er hvergi banginn fyrir 8-liða úrslitin þar sem heimsmeistararnir munu mæta sigurvegaranum úr leik Ítalíu og Spánar.

Þýskaland vann sannfærandi sigur á Slóvakíu í dag en þarf að bíða til morguns eftir að sjá hvort Spánn eða Ítalía muni mæta þeim í 8-liða úrslitunum. Löw er nokk sama um hvoru liðinu hann mætir.

„Nei ég mun sofa vel. Þýskaland hræðist ekkert þó þessi lið séu bæði á meðal líklegustu liðanna til að vinna keppnina."

„Ítalir eru sterkir varnarlega og góðir þegar þeir sækja. Þeir gátu leyft sér að hvíla leikmenn í riðlinum."

„Spænska liðið spilar besta sóknarleik sem sést hefur á undanförnum árum. Þeir eru ólíkir Ítölum en eru engu að síður líklegir til árangurs,"
segir Löw.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner